Um SciStage verkefnið

SciStage (vísindin á svið) er samstarfsverkefni Eistlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar þar sem vísindamiðlun og þátttaka, menntun og sviðslistir koma saman. Markmið verkefnisins var að kanna tengls vísinda og leikhúss, skilgreina hugtakið “vísindasýning” betur, auka fjölbreytni og þróa ólíkar útfærslur af vísindasýningum.  

Saman þróuðum við nýja og spennandi leið til að miðla vísindum með hjálp leiklistar og leikhúss. Þessi leið kallast SciWalk (VísindaGanga) og er ný tegund af vísindasýningu sem samþættir sviðslistir, vísindi, tilraunir, frásagnarlist og hreyfingu. SciWalk er nokkurs konar hljóðganga sem felur í sér að læra um vísindaleg viðfangsefni frá ýmsum sjónarhornum í gegnum frásögn og framkvæma í leiðinni litlar tilraunir á meðan þú nýtur upplifunarinnar. Verkefnið var styrkt af Nordplus Horizontal.

AHHAA - Vísindasmiðstöð

AHHAA er ein stærsta og skemmtilegasta vísindamiðstöð Eystrasaltsríkjanna sem hefur það að markmiði að efla þekkingu á vísindum í gegnum gleði og uppgötvun! 

Í AHHAA eru innsetningar (tæki og tól) sem hvetja gesti til að prófa sig áfram og leika sér með vísindin, auk þess sem AHHAA heldur vinsæla þema viðburði og býður upp á fjölbreytta dagskrá á eistnesku, rússnesku, ensku og lettnesku. Einnig býður AHHAA gestum að taka þátt í vinnusmiðjum og upplifa og njóta stjörnuvers og vísindasýninga. AHHAA býður gesti á öllum aldri velkomna til að eiga skemmtilegan dag fullan af vísindum!

NAVET - Vísindamiðstöð

Navet is a vísindamiðstöð í Borås í Svíþjóð og er stútfull af tilraunum, uppgötvunum og þrautum í spennandi umhverfi. Navet nærir forvitni þína og veitir þér tækifæri á að uppgötva hvernig hlutirnir virka og tengjast. Miðstöðin miðar að því að vekja sköpunargáfu og uppgötvunargleði gesta t.d. á mannslíkamanum, vatni, ljósi, alheiminum og sjálfbærni. Navet hefur hlotið hæstu einkunn skólayfirvalda í árlegri gæðaúttekt sænskra vísindamiðstöðva.

VILVITE – Vísindamiðstöð

VilVite er meðalstór nútímaleg vísindamiðstöð, staðsett í Bergen, næststærstu borg Noregs. VilVite býður upp á stærsta safn gagnvirkra innsetninga í Noregi (yfir 80 innsetningar) sem og ferðasýningar frá öðrum vísindamiðstöðvum í Evrópu. 

VilVite býður einnig upp á úrval verkefna fyrir öll skólastig; allt frá leikskóla- og upp í framhaldsskólastig, og býður upp á vinnusmiðjur í þar til gerðri snillismiðju (e. makers space).

VÍSINDASMIÐJAN

Vísindasmiðja Háskóla Íslands er staðsett í Háskólabíói í Reykjavík. Vísindasmiðjan hefur það að leiðarljósi að miðla vísindum og þekkingu með gagnvirkum og lifandi hætti til samfélagsins, einkum til ungs fólk, jafnframt því að glæða áhuga og almennan skilning og örva vísindalæsi og gagnrýna hugsun. 

Vísindasmiðjan er einnig akkeri Háskólalestarinnar, sem ferðast um allt Ísland með vísindaviðburði og fræðslu fyrir skóla og almenning. Í Vísindasmiðjunni eru margs konar gagnvirk tæki og tól sem gera gestum kleift að kanna og upplifa undur vísindanna. Hún hefur verið mjög vinsæl síðan hún opnaði árið 2012 og hefur verið fullbókuð næstum daglega síðan.

MUST KAST - leikhús

Must Kast er verkefnamiðað tilraunaleikhús í Tartu í Eistlandi. Leikhúsið er þekkt fyrir fjölbreyttar sýningar fyrir mismunandi félagslega hópa og aldurshópa. Til viðbótar við „hefðbundnar“ sýningar skipuleggur leikhúsið umræður undir handleiðslu sérfræðinga (s.s. geðlækna, félagsráðgjafa o.s.frv.) milli leikhópsins og áhorfenda, þar sem allir hafa tækifæri til að ræða upplifanir sínar og vangaveltur eftir sýningar. 

Must Kast leggur einnig áherslu á vitundarvakningu um ýmis viðkvæm málefni og vandamál líðandi stundar og vonast þannig til að stuðla að opinni umræðu og auknum skilningi á milli kynslóða.