Verið innilega velkomin á leiksviðið! Hér finnur þú leiðbeiningar og upplýsingar um hvernig hægt er að sviðsetja áhugaverða og grípandi vísindasýningu og hvernig megi njóta mismunandi vísindasýninga í ólíkum útfærslum.
Vísindaganga (e.SciWalk) er ný útfærsla á vísindasýningu sem byggir á samþættingu sviðslista, vísinda, tilrauna, frásagnalista og hreyfingar. Þetta er í raun hljóðganga þar sem þú upplifir vísindin í gegnum frásagnir frá mismunandi sjónarhornum, auk þess að framkvæma litlar tilraunir á meðan þú nýtur ferðalagsins.
„Vatn“ er hljóðganga í þremur þáttum þar sem þemað vatn er skoðað útfrá sjónarhorni þriggja persóna; veðurfræðings, fisks og vatnsins sjálfs. Vatnið býður fisknum og veðurfræðingnum að taka þátt í lífi þess og skoðuð eru viðfangsefni sem eru vatninu mikilvæg.
Hljóðgangan tekur 15-20 mínútur og hentar krökkum á aldrinum 7-11 ára (þó aðrir geti að sjálfsögðu notið hennar líka). Hljóðgangan er hönnuð með útivist í huga. Til að framkvæma tilraunirnar takið með ykkur í gönguna gegnsæja hálfs lítra vatnsflösku, 1/3 fyllta af vatni. Gott getur verið að nota hljóðeinangrandi (e. noise cancelling) heyrnartól, til að útloka umhverfishljóð.
Við mælum með því að þið gefið ykkur góðan tíma eftir gönguna til að ræða þau viðfangsefni sem tekin eru fyrir og þær spurningar sem gætu vaknað á meðan á göngunni stendur. (Hugmyndir að spurningum til umhugsunar eru hér neðst á vefsíðunni).
Áður en haldið er af stað:
Vatnið er ævafornt efnasamband sem hefur þann eiginleika að geta breytt um ástand eða form. Það flæðir frjálslega í tíma og rúmi. Vatnið fer með hlustandann í ferðalag sem leiðir hann í gegnum hringrás og endar svo aftur á upphafsreit. Vatn bindur. Vatn tengir. Vatn er líf.
Veðurfræðingurinn fylgist með veðrinu. Hún hefur sérstakan áhuga á skýjunum og öllu því sem gerist skýjum ofar. Veðurfræðingurinn fer með þig í ferðlag alla leið upp á hæsta tind lítillar eyju til að kanna þar mikilvæg málefni.
Fiskurinn býr undir stóru skemmtiferðaskipi og ferðast milli hafna heimsins. Hann ferðast með hlustandann inn í heim fullan af hátíðahöldum, glans og glamúr. En undir glitrandi yfirborðinu flæða dökkir straumar.
Leikskáld: Marite H. Butkaite / Lennart Peep
Leikstjóri: Lennart Peep
Leikarar: Eliis Uudeküll (EST, ENG), Hilde V. Östensson (SWE, NOR), Hafdis Hafdís Helga Helgadóttir (ISL)
Hljóð- og tónlistarhönnun, tæknileg útfærsla: Karl Petti