Hér finnur þú myndbönd og önnur gögn sem hægt er að nýta við undirbúning vísindasýninga, s.s. hópeflisleiki, myndbönd af vísindatilraunum, ólíkar útfærslur af vísindasýningum o.s.frv.
Að hanna og setja upp eigin vísindasýningu getur verið krefjandi ferli, sérstaklega án fyrri reynslu og þekkingar. En engar áhyggjur, þessi vefsíða er til þess gerð að veita þér allar helstu upplýsingar til að ferlið verði bæði skemmtilegt og gefandi.
Hér má hlaða niður leiðbeiningum um það hvernig þú getur hannað, æft og frumsýnt þína eigin vísindasýningu.